Laus störf í nýrri lyfjabúð í Borgarnesi

Apótek Vesturlands óskar eftir starfsfólki til framtíðarstarfa í nýrri lyfjabúð í Borgarnesi. Í boði er bæði fullt starf og hlutastarf frá komandi hausti.

Hægt er að senda inn umsókn með því að fylla út umsóknareyðublað hér eða senda umsókn á olafur@apvest.is merktar „Starfsumsókn Borgarnes".

Frekari upplýsingar veitir Ólafur Adolfsson lyfsali í síma 897 5059 eða tölvupósti á netfangið olafur@apvest.is

Lyfjafræðingur

Lyfjatæknir

Afgreiðsla og umsjón í verslun

Um er að ræða ábyrgð á afgreiðslu lyfja, upplýsingagjöf um lyf og lyfjafræðilega þjónustu til viðskiptavina og heilbrigðisstarfsfólks. Um er að ræða afgreiðslu lyfja, upplýsingagjöf um lyf og lyfjafræðilega þjónustu til viðskiptavina og heilbrigðisstarfsfólks.

Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afhending lyfja og ráðgjöf um val á lausasölulyfjum.

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði
 • Gilt starfsleyfi sem lyfjafræðingur
 • Jákvæðni og metnaður í starfi
 • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum

Hæfniskröfur:

 • Lokið lyfjatæknanámi
 • Gilt starfsleyfi sem lyfjatæknir
 • Jákvæðni og metnaður í starfi
 • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
 • Sala og þjónusta

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi í lyfjabúð er kostur
 • Jákvæðni og metnaður í starfi
 • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta er kostur