Um okkur

Apótek Vesturlands er lyfjabúð sem þjónar einkum íbúum á Akranesi, Borgarnesi, Hvalfjarðarsveit og Snæfellsbæ en auk þess er nokkuð um viðskiptavini af Vesturlandi og Snæfellsnesi sem leita sér lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.  Apótekið sinnir allri almennri lyfsölu og lyfjatengdri þjónustu s.s. sölu á hjálpartækjum, heilsufarsmælingar, skoðun lyfjabúnaðar skipa, yfirferð og viðhald sjúkrakassa fyrir stofnanir og fyrirtæki.  Við höfum mikið úrval af heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, líkamshirðuvörum og snyrtivörum. Auk þess bjóðum við einnig upp á lyfjaskömmtun í samstarfi við Lyfjaver sem er frumkvöðull á Íslandi í vélskömmtun lyfja.

Starfsemin fer fram í björtu og rúmgóðu húsnæði að Smiðjuvöllum 32 á Akranesi, Digranesgötu 6 í Borgarnesi og að Ólafsbraut 24 í Snæfellsbæ. Lyfjabúðin á Akranesi er opin alla daga ársins: Mánudaga til föstudaga frá 09:00 til 18:00, laugardaga frá 10:00 til 14:00 og sunnudaga frá 12:00 til 14:00.  Lyfjafræðingur er á vakt milli 12:00 og 13:00 þá daga sem heilagastir teljast. Lyfjabúðin í Borgarnesi er opin mánudaga til föstudaga frá 10:00 til 18:00, laugardaga frá 10:00 til 14:00 og sunnudaga frá 12:00 til 14:00.  Lyfjabúðin í Snæfellsbæ er opin frá 10:00-17:00 alla virka daga.

SAGAN
Stofnun Apóteks Vesturlands.
Fyrirtækið var stofnað á Akranesi í ágústmánuði árið 2006 undir nafninu Líf og líðan.  Tilgangur félagsins var að setja á stofn og reka apótek á Akranesi í samkeppni við apótek lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu.  Eigendur voru í upphafi tveir, Ólafur Adolfsson lyfjafræðingur með reynslu af rekstri apóteka, búsettur á Akranesi og Guðmundur Reykjalín viðskiptafræðingur, fyrrverandi eigandi Lyfjabúða ehf og búsettur á höfuðborgarsvæðinu.   Í desember sama ár bættist Hjördís Ásberg viðskiptafræðingur og eigandi fyrirtækisins Maður lifandi, í eigendahópinn.  Ákveðið var að staðsetja lyfjabúðina í verslunarmiðstöð sem var að rísa að Smiðjuvöllum 32 á Akranesi.   Á vormánuðum ársins 2007 var unnið ötullega að því að innrétta lyfjabúð fyrirtækisins í húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar ásamt því að afla tilskilinna leyfa til starfseminnar og lauk því verkefni um miðjan júnímánuð árið 2007. 

Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði Apótek Vesturlands með formlegum hætti laugardaginn 30. júní 2007 og hefur lyfjabúðin verið opin alla daga síðan.

Árið 2020 keypti Apótek Vesturlands Apótek Ólafsvíkur í Snæfellsbæ, af Óla Sverri Sigurjónssyni lyfsala sem rekið hafði lyfjabúðina í rúm 35 ár af miklum myndarskap og ánægju íbúa.

Árið 2022 opnaði Apótek Vesturlands þriðja útbúið sitt í Borgarnesi. Apótekið er staðsett í sama húsnæði og Bónus og Geirabakarí. 

Starfsmenn
Þegar Apótek Vesturlands tók til starfa árið 2007 unnu fimm starfsmenn hjá fyrtækinu í rúmum þrem stöðugildum. Síðan þá hefur starfsmannahópurinn farið ört vaxandi og telur í dag um tuttugu og fimm starfsmenn. Góður andi, rík þjónustulund og vinalegt umhverfi einkennir starfsemina í Apóteki Vesturlands. Starfsmannahópurinn er metnaðarfullur og vinnur af fagmennsku og alúð við að greiða götu viðskiptavina sinna.